FRÓÐLEIKUR UM HESTASUND
Hvort sem hesturinn þinn er í keppnisþjálfun, að jafna sig eftir meiðsli, eða einfaldlega að leita að heilsusamlegri og skemmtilegri æfingu, þá hefur sund margvíslega kosti fyrir hann.
Það er ómetanleg viðbót við almenna hestaumhirðu og vellíðan.
Hvað er hestasund?
Hestasund er markviss þjálfun þar sem hesturinn syndir í djúpu vatni við öruggar aðstæður. Þetta er mjúk en áreynslumikil hreyfing sem nýtist bæði til þjálfunar og endurhæfingar.
Geta allir hestar synt?
Já. Hestar kunna að synda frá náttúrunnar hendi. Þeir eru samt mis miklir
sundgarpar og sumum hestum þarf að kenna að beita sér rétt í vatninu.
Hvernig fer sundþjálfun fram?
- Hreinsað er út hófum
- Hesturinn þveginn
- Sund eftir prógrammi
- Hestur skolaður, vatn skafið af og fætur þurrkaðir með blásara
- Hestur fer í þurrkklefa með infrarauðum ljósum
- Hestur fær hey 4 sinnum á dag og sérstaka bætiefna blöndu
- Hestur fer alltaf einn út í gerði og er í sér stíu
Hver er ávinningur sundþjálfunnar?
Ekkert álag á liði – vatnið dregur úr þyngd og höggum
Styrkir vöðva– jafnt á öllum líkamanum
Eykur þol– hjarta- og lungnastarfsemi bætist
Endurhæfing – hentugt fyrir hesta eftir meiðsli eða aðgerðir
Fyrir hvaða hesta hentar sund?
- Keppnishesta sem þurfa fjölbreytta þjálfun
- Hesta í endurhæfingu
- Hesta í almennri þjálfun sem þurfa að styrkjast eða fá fjölbreytni
- Hesta sem þarf að létta
- Eldri hesta sem þurfa liðkun
Eiga einhverjir hestar ekki að synda?
Hestar sem hafa skaðast í baki. Dýralæknir þarf að gefa leyfi fyrir sundi ef um bakmeiðsli er að ræða.
Sund og hestar
Sund er eina loftháða æfingin sem virkjar öll kerfi líkamans án þess að útlimir þurfi að bera þunga. Sund gerir nákvæmlega það sama fyrir hesta og menn sem eru ekki eins ólíkir í líkamsbyggingu og margir halda. Stoðkerfi, liðir, sinar, liðbönd og hreyfidýnamík eru mjög svipuð. Eins og læknir getur mælt með sundi sem endurhæfingarformi fyrir mann, getur dýralæknir mælt með sama úrræði fyrir hest. Sund hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamskerfi hestsins.
Vöðvar og sinar
Venjuleg þjálfun notar aðeins um 60–70% af hámarks vöðvalengd hests. Þetta stafar oft af kröfum sem gerðar eru til hans til að ná ákveðnum afköstum (t.d. söfnun, hraðastjórnun). Endurtekin æfing sem leyfir ekki fulla lengingu vöðva veldur samdrætti, krömpum og stirðleika.
Í sundi lengist skrefið til að halda líkamanum á floti. Þannig teygjast vöðvar frjálslega, hreyfigeta útlima eykst, vöðvasamdráttur og krampahneigð minnkar, en vöðvasamhverfa, sveigjanleiki og kjarnajafnvægi aukast.
Hestur sem syndir styrkist hraðar í vöðvum, þoli og úthaldsgetu en sá sem bara æfir með fast undir fót m.a. vegna þess að vatnsmótstaða er meiri en loftmótstaða.
Sinar eru sterkt, trefjaríkt bandvefsefni sem tengir vöðva við bein. Þær virka sem gormar sem miðla krafti frá vöðvasamdrætti til beina og draga jafnframt í sig orku við hreyfingu. Þær eru þó viðkvæmar fyrir álagi þar sem þær bera þunga hestsins. Sund er gagnleg meðferð við sinameiðslum því hestur heldur vöðvamassa og sveigjanleika án höggálags á viðkomandi vefi á meðan þeir jafna sig.
Hjarta- og öndunarkerfi
Sund er loftháð æfing sem krefst mikils súrefnis til að mæta orkuþörf líkamans. Venjulega er eini kosturinn til að byggja upp þol hests regluleg hreyfing.
Sýnt hefur verið fram á að sund eykur samdráttargetu hjartans, sem þýðir að það vinnur skilvirkara. Með því eykst blóðrás og súrefnisflæði til vefja. Aukið álag á hjartað kallar á meiri öndun, sem hækkar öndunartíðni.
Mjólkursýra myndast þegar líkaminn vinnur loftfirrt. Hún veldur þreytu og verkjum í vöðvum. Hestar framleiða hana á sama hátt og menn. Við eðlilegar aðstæður hreinsar líkaminn hana smám saman út með nýrum. Með auknu súrefnisstreymi til vefja minnkar mjólkursýrumyndun og vöðvaþreyta hverfur hraðar, sem stytta endurheimtartíma eftir álag.
Hjarta- og öndunarkerfi vinna saman.
Í hvíld dugar súrefnið sem líkaminn fær, en við áreynslu hækkar hjartsláttartíðni úr 25–40 slögum á mínútu í 150–200 og hesturinn getur dregið inn allt að 90 lítra af súrefni á mínútu.
Sund gerir hestinum kleift að byggja upp sterkt hjarta og lungu án þess að verða fyrir endurteknum höggum á mjúkvefi, bein og liði eins og við hefðbundna hreyfingu.
Fyrir heilbrigðan hest er fjölbreytt og vel samsett þjálfun sem felur í sér sund frábær leið til að byggja upp styrk, úthald og almennt heilbrigt hjarta- og öndunarkerfi.
https://www.matthewsmithracing.com.au/news/archive/35864/horses-health-benefits-of-swimming-for-horses