Í Áskoti er eina hestasundlaug landsins. Hún er 40 metra löng og með hringbraut sem getur lengt sundbrautina í rúmlega 60 metra. Sundlaugin í Áskoti með sandhreinsibúnað og notaður er klór í sama magni og í almennum sundlaugum. Klórmagn og hp gildi eru mæld daglega. Hitaveituvatn er notað í laugina sem er alltaf um 11 gráður og kjörhitastig fyrir þjálfun í vatni.

Hestavigt er á staðnum sem nýtist vel í uppbyggingu hrossa.

Hesthúsið er með 20 stíum og er upphitað. Mikilvægt er að halda stíum þurrum, kjörhitastigi í hesthúsinu og þurru.

Hestar eru þvegnir fyrir og eftir sund sem og hreinsað úr hófum. Þeir fá fjórar heygjafir á dag og bætiefni eftir þörfum. Allir hestar eru viðraðir minnst einu sinni á dag og allir hestar fara út í sérhólf.