Áskot hestar haust 2025
„Frá því að við opnuðum árið 2020 hafa rúmlega 900 hestar synt hjá okkur.
Það hefur gefið okkur mikla reynslu og dýrmæta innsýn í þjálfun hesta með sundi.“

Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir hafa starfrækt hestasundlaugina í Áskoti frá árinu 2020, ásamt starfsfólki. Þau vinna náið með dýralæknum og atvinnuknöpum að þjálfun og endurhæfingu hrossa með velferð þeirra að leiðarljósi.
Frá því árið 2020 hafa um 900 hestar fengið sundþjálfun í Áskoti. Þar hafa þekktir stóðhestar og skærar keppnisstjörnur fengið sundþjálfun ásamt eftirlætis reiðhestum. Einnig hafa slasaðir hestar fengið endurhæfingu í samstarfi við dýralækna.
Velferð hrossa er Steinari og Grétu hugleikin og þau sjá mikil tækifæri í að þróa sundþjálfunina enn frekar og bæta aðstöðuna jafnt og þétt.