Select Page

ÞJÁLFUNARSTÖÐ FYRIR HESTA

Eina hestasundlaug landsins

Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Eigendur Áskots hafa byggt upp hestatengda þjónustu og starfrækja þjálfunarstöð fyrir hesta með hestasundi, rekstrarhring og fleiru. Áhersla er lögð á samstarf við dýralækna og fagaðila með mögulegum rannsóknum á þessum þjálfunarkosti.

Ávinningur af hestasundi

Hestasund er öflugur valkostur í sértækri þjálfun hrossa og hefur sund margs konar ávinning fyrir hesta.
Sund er sérstaklega gott fyrir hesta með álagsmeiðsli, fótamein, bólgur,  múkk eða hófsperru. Það er góður kostur fyrir unga hesta sem eru í mikilli þjálfun en vantar upp á vöðvauppbyggingu sem sundþjálfun veitir. Einnig er sund góð tilbreyting í þjálfun afrekshesta fyrir keppni.

Nokkrar mínútur í sundi eru erfiðar og krefjast djúpöndunar sem jafngildir nokkurra kílómetra hlaupaæfingar á röskum hraða. Sundið er oftast skemmtilegt fyrir hestinn og það er eflandi andlega sem líkamlega. 

Hestasund

  • Veitir andlega örvun og reynir á marga mismunandi vöðvahópa
  • Bætir hjarta- og æðakerfi á stuttum tíma og dregur úr stoðkerfisvanda

Hvernig hestasund hjálpar slösuðum eða meiddum hestum

  • Vatn hefur græðandi eiginleika sem dregur úr sársauka og bólgum
  • Hægt er að viðhalda þjálfun án þess að auka álag á slasaða liði, liðbönd eða sinar
  • Vatnið styður líkamsþyngd hestsins á sama tíma sem það veitir mótstöðuþjálfun
  • Sund veitir hesti vellíðan og andlega örvun á tíma innilokunar.
  • Sundið eflir ónæmiskerfið

Hvernig fer sundmeðferð fram?

  • Hreinsað er út hófum og hesturinn baðaður
  • Sund eftir prógrammi
  • Hestur skolaður og vatn skafið af og fætur þurrkaðir
  • Hestur fer í þurrkklefa með infrarauðum ljósum og fær fóðurbæti

 

Áskot í ásahreppi

Aðstaðan í Áskoti

Hestasundlaugin er 40 metra löng og með hringbraut. Hún er töluvert mannvirki með síubúnaði, þurrkklefum með infrarauðum ljósum og tökubás fyrir dýralækna eða í og fyrir þvottaaðstöðu. 
Húsnæðið er í  heild um 750 m2 að meðtöldu 20 hesta hesthúsi. Gætt er fyllsta hreinlætis og við leggum metnað okkar í góða fóðrun hesta og atlæti. 

2 vikur sund

Verðlisti 15. okt. 2023
74.000 kr. án vsk
91.760 kr. með vsk
(15% álag fyrir stóðhesta)
Hestar eru einir í stíu og fara sér út í viðrunarhólf.
Hestarnir eru þvegnir fyrir og eftir sundið,
eru þurrkaðir og færðir í þurrkklefa með
infrarauðum ljósum. 

3 vikur sund

Verðlisti 15. okt. 2023
106.000 kr. án vsk.
131.440 kr. með vsk.
(15% álag fyrir stóðhesta)
Hestar eru einir í stíu og fara sér út í viðrunarhólf.
Hestarnir eru þvegnir fyrir og eftir sundið,
eru þurrkaðir og færðir í þurrkklefa með
infrarauðum ljósum.
Möguleiki á að blanda inn rekstrarhring í þjálfun.
Hestar hlaupa einir í rekstrarhring.

4 vikur sund og rekstrarhringur

Verðlisti 15. okt. 2023
133.000 kr. án vsk.
164.920 kr. með vsk.
(15% álag fyrir stóðhesta)
Hestar eru einir í stíu og fara sér út í viðrunarhólf.
Hestarnir eru þvegnir fyrir og eftir sundið, eru þurrkaðir og færðir í þurrkklefa með infra
rauðum ljósum. 
Blandað er saman sundi og rekstrarhring sem hentar hverjum hesti. Hestar hlaupa einir í rekstrarhringnum. 

1 vika sund 

AÐEINS FYRIR HESTA SEM HAFA SYNT HJÁ OKKUR ÁÐUR!
Verðlisti 15. okt. 2023
42.000 kr. án vsk.
52.080 kr. með vsk.
(15% álag fyrir stóðhesta)
Hestar eru einir í stíu og fara sér út í viðrunarhólf.
Hestarnir eru þvegnir fyrir og eftir sundið,
eru þurrkaðir og færðir í þurrkklefa með
infrarauðum ljósum.